Skólastjórnandi getur stillt kerfið þannig að það sendi viðkomandi tölvupóst þegar ný umsókn berst í kerfið. 

  1. Smella á nafn notanda/stjórnanda efst í hægra horninu og velja Tilkynningar.
  2. Setja hak í Netfang
  3. Smella svo á Skrá til að vista.


ATHUGIÐ:

Ef um flutningsumsókn er að ræða og skólastjórnandi nýja skólans er með kveikt á þessari stillingu fær hann tölvupóst og einnig skólinn sem flutt er frá.