Í Stillingar skóla getur notandi kveikt á möguleika á að senda tölvupóst til aðstandenda
þegar umsókn berst í kerfið,
þegar umsókn er staðfest og
þegar nemandi útskrifast.
Notandi getur breytt textanum í bréfunum að vild og er hægt að sækja upplýsingar í kerfið til að birta í bréfunum. Til að gera það þarf að setja slaufusviga { og } utan um heiti upplýsinganna sem á að sækja.
Slaufusvigi er settur utan um upplýsingarnar, tvö dæmi:
Fyrir umsóknir:
---------------------------------------------------------------------
nafn nemanda | student_name |
kennitala nemanda | student_ssn |
nafn skóla | kindergarten_name |
símanúmer skóla | kindergarten_tel |
nafn starfsmanns | employee_name |
netfang starfsmanns | employee_email |
umsóknarnúmer | application_id |
Kæru foreldrar
Með þessu bréfi er ykkur tilkynnt að {student_name} hefur verið innrituð/innritaður í {kindergarten_name}. Umsjónarkennari mun hafa samband við ykkur fyrir skólabyrjun.
Kær kveðja,
Skólastjórnendur
Sími: {kindergarten_tel}
Skólaritari / skrifstofustjóri: {employee_name}
Netfang skólaritara: {employee_email}
---------------------------------------------------------------------
Fyrir kveðjubréf:
---------------------------------------------------------------------
nafn nemanda | {child_name} |
nafn skóla | {school_name} |
starfsheiti skólastjórnanda | {principal_job_title} |
nafn skólastjórnanda | {principal_name} |
lokadagsetning | {end_date} |
Kæru aðstandendur.
{school_name} hefur móttekið uppsögn vegna {child_name} og er barnið útskráð frá og með {end_date}.
Við þökkum fyrir samveruna með ósk um velfarnað á nýjum stað.
Kær kveðja,
{principal_name}
{principal_job_title}
{school_name}
-----------------------------------------------------------------------