Við höfum bætt við slóð efst í vinstra hornið sem sýnir staðsetningu notanda í kerfinu og hvaða skref hann tók þangað sem hann er staddur hverju sinni, sjá skjáskotið hér fyrir neðan.


Til þess að einfalda notkun kerfisins og fækka músarsmellum höfum við bætt við tveimur nýjum eiginleikum fyrir starfsmenn:

  • Við birtum slóð sem sýnir hvar notandi er staddur í kerfinu og er hægt að færa sig yfir á nýjan stað með því að smella á atriði í slóðinni.
  • Stjörnuhnappurinn þjónar hlutverki eftirlætissíðu notandans.  Smellt er á hnappinn til að festa þá síðu sem notandinn vill hafa sem upphafssíðu þegar hann skráir sig inn í kerfið.