Hægt er að fá viðbótareiningu við grunnkerfi til að halda utan um innheimtu dvalargjalda. Einingin byggir á mánaðarlegri skilagrein fyrir sveitarfélög/rekstraraðila þar sem dvalargjöld og leiðréttingar eru send sem gögn í Navision, DK og fleiri slík bókhaldskerfi. 

Í gjaldakerfinu er sérstökum áherslum sveitarfélaga í gjaldaútreikningi mætt með reiknireglum fyrir ólíkar tegundir dvalargjalda. Dvalargjöldum er stjórnað miðlægt í kerfinu og geta sveitarfélög því breytt gjaldaforsendum fyrir alla skóla óháð því hver er rekstraraðili skólans. 

  • Miðlæg uppsetning dvalargjalda
  • Skilagreinar fyrir bókhaldskerfi
  • Þægilegt yfirlit yfir innheimtu hvers mánaðar
  • Sundurliðaðar upplýsingar um tegundir gjalda 


Leikskólastjóri setur inn gjaldapakka sem á við hjá hverjum nemanda sbr. gjaldskrá sveitarfélags. Gjaldakerfið les saman við grunnkerfið upplýsingar um viðveru og máltíðir nemenda.  Leikskólastjórar geta leiðrétt gjöld í kerfinu og er miðað við dvalartíma og máltíðir.  Ef um aukagjöld er að ræða í viðkomandi sveitarfélagi eru þau sett upp sérstaklega.  Brugðist er við ólíkum reiknireglum sveitarfélaga, eins og t.d umframtíma sem er dýrari, eða aðrar reglur sem notaðar eru við útreikning dvalargjalda innan sveitafélaga. 

  • Yfirsýn á gjaldasögu barnsins er alltaf aðgengileg
  • Yfirsýn yfir allar breytingar á innheimtu