1. Hakað við nafn nemanda, eins eða fleiri í nemendalista.
  2. Smellt á Útskrifa nemendur hnapp.  Góð regla er að setja rétta endadagsetningu í nemandafærslu.
  3. Nemandi flyst úr nemendalistanum og yfir í Námi lokið listann.


ATH. Það á alls ekki að fjarlægja nemendur þegar þeir hætta námi (eða fara í annan leikskóla), því þá hafið þið ekki lengur aðgang að þeim.  Ef þetta gerist af slysni geta tæknimennirnir okkar endurheimt gögn fyrir ykkur.




Ef dálkurinn fyrir hakið er ekki sjáanlegur í nemendalistanum þarf að sækja hann í uppröðun lista. Smellið á tannhjólið vinstra megin í rauðu stikunni og dragið svæðið í hægri dálkinn.  Nánar um röðun lista hér:  Leiðbeiningar


  • Það er hægt að útskrifa nemanda á deginum sem hann hættir eða útskrifa eftir á með því að breyta lokadagsetningu í nemandaspjaldi.
  • Það er ekki hægt að útskrifa barn fram í tímann.
  • Þegar gjaldakerfi Karellen er notað er sett lokadagsetning á dvalarpakka, svo ekki fari út reikningur fyrir dvalargjaldi nemandans.