Hægt er að stilla umsóknarkerfið þannig að foreldrar fái tölvupóst til sín þegar barnið hefur verið samþykkt í skóla.  Einnig er hægt að slökkva á þessari aðgerð og fer þá ekki tölvupóstur til foreldra þegar umsókn er samþykkt.

  • Í Skóli, Breyta skólagildum er svæðið Afgreiðslukerfi umsókna 
  • Valið er úr lista:
    • Almennur úrvinnsluferill: þá fer bréf til foreldra þegar umsókn barns er samþykkt
    • Ekkert úrvinnslukerfi: umsókn fer beint í afgreitt, ekki á biðlista
    • Engir tölvupóstar:  engin tölvupóstur fer til foreldra (samþykkt umsókn fer undir biðlista)
    • Frístund: eingöngu fyrir frístundaheimiliNauðsynlegt er að aðlaga texta tölvupóstsins, leiðbeiningar um það hér:  https://leikskolinn.freshdesk.com/a/solutions/articles/9000180727