Í starfsmannahluta vefkerfisins er starfsumsóknahlutinn.  


Smellt er á Starfsmenn í lágréttu valmyndinni efst og síðan í Starfsumsóknir í lóðréttu valmyndinni vinstra megin.  Þá kemur upp listi yfir allar umsóknir sem hafa borist.  Hægt er að skrá umsókn handvirkt með Ný umsókn hnappnum, en einnig er hægt að setja umsóknarformið inn á heimasíðu skóla og þá er það aðgengilegt öllum sem vilja senda inn starfsumsókn.  Skólastjórnandi fær tilkynningu þegar ný umsókn berst.
Til að vinna með umsókn, er smellt á umsóknina í listanum.  


Staða umsóknar getur verið:  Í bið, Samþykkt, Hafnað og Geyma.  Þegar umsókn er 

  • Samþykkt verður til starfsmannaspjald fyrir umsækjandann með stöðuna Samþykktar umsóknir.  Þar bíða allar umsóknir þar til starfsmaður hefur störf, en þá er stöðunni breytt í 
  • Starfsmaður. Það er gert með því að smella á tannhjólið hægra megin í línunni við nafnið og valið Breyta starfsmanni.  Í flipanum Starf er svæðið Staða starfs þar sem viðeigandi staða er valin.  


Í flipanum Notandi er starfsmanni gefinn aðgangur að Karellen.