Alls staðar þar sem hnappinn Netfangalisti foreldra eða Netfangalisti starfsmanna er að finna er hægt að smella á hann til að nálgast lista yfir netföng.  Þetta getur verið mjög gagnlegt þegar senda þarf tölvupóst á þessa hópa.



Hægt er að velja hluta hóps með því að haka við nöfnin eða ef ekkert er valið er allur listinn tekinn með.  Síðan er smellt á hnappinn og birtist þá listinn.


Hér er líka hægt að nota síu til ef einungis á að senda á hluta úr hópnum, t.d. eftir fæðingarári.  Nánar um það hér:  Sía lista



Nú er annað hvort hægt að afrita netföngin og líma inn í nýjan tölvupóst eða nota hnappinn Send email.  Hann afritar öll netföngin í glugganum, opnar nýjan tölvupóst í póstkerfinu þínu og límir netfangalistann í bcc. svæðið.  Síðan er þessum glugga lokað.