Alls staðar þar sem er rauður borði er yfir listum, sbr. skjáskotin hér fyrir neðan, er hægt að prenta lista úr kerfinu.
Þegar ýtt er á plúsinn, þá stækkar glugginn. Þar er hægt að prenta út upplýsingar með Print list hnappi og prentast út þær upplýsingar sem sjást á skjánum.
Í tannhjólinu vinstra megin á rauðu stikunni er hægt að breyta dálkunum og röðun þeirra að vild til að fá réttu gögnin í listana eða í útprentun.
Í hnappnum Hlaða niður lista er möguleiki á að vista textaskrá með upplýsingum úr listunum, sem er hægt að opna í excel og vinna með.