Veldu Deildir og smelltu á Ný deild hnapp til að búa til nýja.


Ef breyta á heiti deildar er farið í tannhjólið við nafn deildar og valið Breyta.
 Deildinni er gefið nafn í Nafn svæðinu.
Hægt er að tilgreina stærð deildar í fermetrum, í Brúttó flatarmál og einnig í Stærð leikrýmis.

Ef deildin á að vera sýnileg í appinu, t.d. ef á að skrá mætingu nemenda sem eru í deildinni, er sett hak í Sýnileg.

Ef deildin er stoðdeild, sem þýðir að starfsmenn skráðir í deildinni teljast ekki með í tölfræði, þá er sett hak í Stoðdeild. Þetta eru gjarnan deildir eins og eldhús, sérkennsla o.þ.h.

Svo þarf að vista með Skrá hnappi.