Máltíðir nemenda eru skráðar í "Matur" hnappi. Aðeins er hægt að skrá máltíðir þegar matseðill hefur verið settur inn í Karellen vefkerfið.
Smellt er á hnappinn til að fá lista yfir nemendur sem eru mættir í skólann.
1. "Skoða matseðil"
2. "Skipta um deild" sýnir þær deildir sem starfsmaður hefur aðgang að og þar getur hann skipt á milli deilda.
3. "Velja" er notaður ef skrá á máltíð fyrir marga nemendur í einu.
4. "Skrá máltíð" hnappur til að skrá máltíð á einstaka nemanda.
5. "Sýna" birtir fjarverandi nemendur.
ATH. Ef breyta þarf fyrri skráningu er smellt á nafn nemandans og birtist þá listi yfir nýlegar skráningar og möguleiki að breyta eða eyða.
1. "Matseðill"
Sýnir matseðil vikunnar
3. "Velja"
Hér er hægt að "Velja alla" nemendur í listanum sem eiga að fá eins máltíðaskráningu eða velja einstaka úr listanum með því að smella í rauða hringinn vinstra megin við nafnið.
Þegar búið er að velja þá nemendur sem skrá á máltíð fyrir er smellt á "Skrá máltíð" neðst á skjánum.
Eða "Hætta við" sem bakkar til baka í síðustu skjámynd.
4. "Skrá máltíð"
Valið er hversu vel nemandi borðaði: Vel, lítið eða ekkert.
Einnig er hægt að "Hætta við".
5. "Sýna"
Listi yfir þá nemendur í deildinni sem ekki eru mættir birtist fyrir neðan mætta nemendur.
"Fela" hnappur felur síðan listann.