1. Opna nemendalistann og velja Biðlisti í vinstri valmynd.
  2. Haka vð nafn barnsins og smella á Breyta stöðu hnapp.
  3. Velja Nemandi úr listanum og smella á Skrá hnappinn til að vista.Nú hefur nemandinn færst af biðlistanum og yfir í listann Í námi og er þá ráðlegt að yfirfara skráningarspjaldið hans.  Smellt er á nafn nemandans í listanum og valið Breyta upplýsingum nemanda.


Í skráningarspjaldinu eru flipar efst (sjá skjáskot hér fyrir neðan), sem hver um sig inniheldur mismunandi upplýsingar.  Það er góð regla að yfirfara gögnin í hverju og einu og vista breytingar sem þarf að gera.