Skráning viðveru nemenda er möguleg bæði í appi og á vef. Á vefnum er bæði hægt að skrá á "græna svæðinu" og í nemendalisti undir skóli.
Græna svæðið:
- Þegar hakað er við barn, börn, þá er hægt að velja tegundina, koma, veik/ur, fjarverandi og brottför
- Til að fá fram leyf og veikindi, þá þarf að velja fyrsta grænan flipann í línu barns.
Skóli, nemendalisti
- Smellt er á nemendur, í námi
- Þar er hægt að haka við nafn, nöfn og skrá mætingu og brottför
Skóli, nemendalisti, nafn barns, viðvera valin
- þar er hægt að skrá viðveru fyrir daginn hjá barninu og undir skrá tímabil er hægt að skrá allt að tvær vikur í einu.
- Ef skráning fer fram yfir mánaðarmót (t.d. síðasta vika í mars og fyrsta vika í apríl) þá þarf að skrá fyrst mars og svo apríl (er að kanna afhverju ekki sé hægt að skrá yfir mánaðarmót)
Mætingarskráning í appi.
Smellið á eftirfarandi hlekk til að skoða: App leiðbeiningar
- Ef aðstandendur skrá leyfi eða veikindi barns, þá er hægt að birta „ skráð af“ dálk (úr uppröðun lista) til að sjá nafn þess er skráði og einnig „frekari upplýsingar“ dálk til að sjá athugasemd með færslunni.