Veldu Skóli í lágréttu valmyndinni og Viðburðir í lóðréttu valmyndinni, sbr. myndin hér fyrir neðan.
Þá birtist listi yfir alla viðburði sem hafa verið skráðir. Smelltu á hnappinn Nýr viðburður.
Nú þarf að gefa viðburðinum nafn og lýsingu. Einnig þarf að setja dagsetningu í Frá. Ekki er nauðsynlegt að setja dagsetningu í Til svæðið. Ef viðburður er skráður fyrir ákveðið tímabil, t.d. 01.06.2022 - 30.06.2022 þá birtist hann þessa daga í dagatali hjá aðstandendum, bæði í appi og á vef.
Ef sett er hak í Sýnilegur á vef birtist viðburður einnig á heimasíðu skólans, sé hún til staðar.
Svo þarf að smella á Skrá til að vista viðburðinn og uppfærist þá skóladagatalið (sem ör bendir á hér fyrir ofan) til samræmis.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að birta dagatalið á heimasíðu skólans: Viðburðir á heimasíðu