Barngildi eru samkvæmt staðli og eru uppfærð sjálfkrafa á hverju ári, miðað við þá árganga sem eru í leikskólum.  

Bæði er hægt að uppfæra allan nemendalistann í einu eða einstaka nemanda. 


Smellt er á Nemendur flipann og þar er hakað við alla nemendur með því að setja hak efst í dálkinn eða setja hak við þá sem á að breyta.  Síðan er smellt á hnappinn Breyta barngildi.


Hér er möguleiki á að breyta barngildum fyrir hvern árgang fyrir sig og síðan smellt á Uppfæra hnapp til að vista.



Til að birta barngildi í nemendalista er smellt á tannhjólið í rauða borðanum og Barngildi dregið úr Laus lista yfir í Notað, sett á viðeigandi stað og smellt á Skrá til að vista.