Kerfið byggir aðgang á aðgangshópum sem eru stilltir á spjaldi starfsfólks í Notandi flipa. 


Hóparnir eru Starfsmaður skóla, Skólastjórnandi, Sérkennslustjóri, Opna/loka, Vefumsjónaraðili og Matráður. 


Til að stilla aðgang er 

  • Smellt á nafn starfsmannsins og smellt á Breyta starfsmanni.
  • Smellt á Notandi flipa og viðeigandi notendahópur/-ar valdir úr listanum Notendahópar neðst í glugganum.





Á þessu spjaldi er einnig hægt að útbúa lykilorð í Karellen ef þurfa þykir fyrir starfsmann.