Skjali er miðlað á vefinn með því að nota textareit á viðeigandi vefsíðu. 


 • Smellið á þann stað í textareitnum þar sem slóðin á skjalið á að birtast. 
 • Fyrir ofan textareitinn birtist lágrétt valmynd sem sýnir þær aðgerðir sem mögulegar eru í textareitnum, sjá hér fyrir neðan.
  Aðgerðir textareits

 • Smellið á bréfaklemmutáknið í valmyndinni.  Í skráarsafninu sem þá birtist er listi yfir öll skjöl og myndir sem tilheyra vefsafninu.  Skjal er valið og smellt á takkan Nota valið og afritast þá slóð skjalsins yfir í textareitinn.

 • Athugið:  Kerfið er viðkvæmt fyrir skráarnöfnum sem eru löng og sem innihalda sér íslenska stafi og stafabil, sbr. skráarnafnið í dæminu hér að ofan.  Ef smellt er með hægri músarhnappi á nafn skráar í vefsafninu og valið Rename er hægt að breyta nafni skráar og ýta svo á Enter hnapp á lyklaborði til að staðfesta.
 • Þá er hægt að lagfæra textann sem birtist á síðunni með því að smella á textann og smella á Edit á svörtu stikinu sem birtist.  

 • Í Text er hægt að setja nýjan titil á skjalið, t.d. "Viðbragsáætlun skólans við heimsfaraldri", en það er nafnið sem er sýnilegt á heimasíðu skólans.  
 • Mælt er með að haka við Open link in new tab því þá mun skjalið opnast í nýjum flipa hjá notandanum.
 • Að lokum er smellt á Insert hnapp.
 • Muna svo að vista síðuna með því að smella á diskettuna.
 • Ef upp kemur villan Page not found þegar smellt er á hlekkinn á heimasíðunni þá er líklegast um að kenna nafn skráarinnar (íslenskir stafir eða stafabil).  Þá er gott að endurskíra skrána, sbr. athugasemdin hér fyrir ofan og setja skjalið inn aftur.