Tilraunalisti er listi sem er óháður virkum nemendalista. Hann er hugsaður sem listi fyrir undirbúning t.d. nýs skólaárs. Þá er hægt að raða upp komandi skólaári út frá barnafjölda, barngildum og grunnstöðugildum. Upplýsingar á tilraunalista hafa ekki áhrif á virkan nemendalista.
Nýr tilraunalisti er notaður til að búa til nýjan lista og birtist hann í valmyndinni vinstra megin. Þá er smellt á þann lista sem á að vinna með.
Nemendum er raðað á listann með því að velja þá úr listanum yfir núverandi nemendur (á skjánum). Einnig er hægt að flytja inn nemendur af biðlista, sækja einstaka barn og sækja börn úr umsóknum. Smellt er á Flytja inn nemendur og síðan valið hvaðan nemendur eru sóttir og úr hvaða deild.
Ef breyta þarf einhverju hjá nemanda er smellt á nafn þess og breytingar gerðar. Einnig er hægt að
breyta barngildum ef þarf með Breyta barngildum árganga hnappi.
Tölfræði hnappur gefur góða yfirsýn yfir samsetningu valins tilraunalista.
Was this article helpful?
That’s Great!
Thank you for your feedback
Sorry! We couldn't be helpful
Thank you for your feedback
Feedback sent
We appreciate your effort and will try to fix the article