Máltíðarstillingar eru undir Skóli í lágréttu valmyndinni, í hnappnum Stillingar skóla.



Smellt er á flipann Máltíðir skóla í lágréttu valmyndinni og tímarnir settir inn. Ef tími máltíða er mismunandi eftir dögum er hægt að setja hak í Sýndu einstaka daga og setja inn tíma fyrir hvern dag vikunnar.  


Þegar búið er að setja inn tímana er smellt á Uppfæra hnapp til að vista.



Ef máltíðarskráningin er 7:30-11:30-14:00

Þá miðar appið við að morgunmatur sé frá kl. 7:30 - 9:12, eftir það tekur hádegismaturinn við.

Hádegismatur er miðaður við frá kl. 9:15 - 13:10, eftir það tekur nónhressing við.


Ef máltíðarskráningin er 7:30-12:00-15:00 

Þá miðar appið við að morgunmatur sé frá kl. 7:30 - 9:30, eftir það tekur hádegismaturinn við.

Hádegismatur er miðaður við frá kl. 9:31 - 13:25, eftir það tekur nónhressing við.


Ef máltíðarskráningin er 7:30-12:30-14:30 

Þá miðar appið við að morgunmatur sé frá kl. 7:30 - 9:50, eftir það tekur hádegismaturinn við.

Hádegismatur er miðaður við frá kl. 9:51 - 13:40, eftir það tekur nónhressing við.