Tölvupóstur til foreldra þegar umsókn berst eða er staðfest

Modified on Tue, 23 Apr at 3:46 PM

Skólastjórnendur geta ákveðið að senda foreldrum tölvupóst bæði þegar umsókn berst inn í Karellen og eins þegar umsókn er staðfest og barn sett á biðlista.


Stillingar er að finna í hnappnum Stillingar skóla undir flipanum Stillingar umsókna.  Þar eru þrír reitir sem hægt er að setja texta í, sjá skjáskot hér fyrir neðan.


Lýsing á leikskóla:

Ef sett er lýsing í þennan reit birtist hún neðst í tölvupóstinum.


Tölvupóstur sendur til foreldra þegar umsókn er samþykkt:

Textinn í svæðinu er sendur í tölvupósti í netföngin sem tilgreind eru í umsókninni, þar sem þeim er tilkynnt að umsókn hafi verið samþykkt.


Ef hak er sett í Senda tölvupóst til aðstandenda þegar ný umsókn berst er send staðfesting á móttöku í netföngin sem eru tilgreind í umsókninni.  Einnig fylgir með afrit af umsókninni í viðhengi tölvupóstsins.

 

Tölvupóstur sendur til aðstandenda þegar umsókn berst:

Textinn í svæðinu er settur í tölvupóstinn til foreldra.


Það er hægt að sérsníða bréfin þannig að kerfið sæki upplýsingar úr umsókninni og setji inn í fyrirfram skilgreinda staði.  Þá er settur svokallaður staðgengill til að kerfið skilji hvaða upplýsingar eiga að koma í staðinn og er nauðsynlegt að setja slaufusviga utan um textann.  Dæmi um þetta eru í skjáskotinu hér að neðan, auðkennd með grænu undirstriki.


Mögulegir staðgenglar eru:


{student_name}
nafn nemanda
{student_ssn}kennitala nemanda
{kindergarten_name}nafn skóla
{kindergarten_tel}
símanúmer skóla
{employee_name}
nafn starfsmanns
{employee_email}
netfang starfsmanns
{application_id}númer umsóknar




Was this article helpful?

That’s Great!

Thank you for your feedback

Sorry! We couldn't be helpful

Thank you for your feedback

Let us know how can we improve this article!

Select at least one of the reasons
CAPTCHA verification is required.

Feedback sent

We appreciate your effort and will try to fix the article