Áður en aðstandandi getur stofnað aðgang í Karellen þarf skólastjórnandi að hafa skráð bæði nemanda og aðstandanda í kerfið og þarf netfang þess síðarnefnda að vera skráð.


Smellt er á "Virkja aðgang" (e. Activate account ), sbr. myndin hér fyrir neðan.Í glugganum sem þá birtist er netfangið skráð í "Netfang" reitinn (e. email) og síðan smellt á "Virkja" hnapp (e. Activate).  


Innan nokkurra mínútna mun síðan berast póstur í netfangið með upplýsingum um hvernig á að virkja notandann.