Starfsfólk getur sent tilkynningar til aðstandenda nemenda úr vefkerfinu, bæði frá "græna svæðinu" og eins í vefkerfinu í Skóli flipa. Í appinu er einnig til staðar aðgerð til að senda tilkynningar.
Fyrst er viðtakandi valinn með því að smella á hnappinn lengst til hægri, hér er það aðstandendur nemenda í Hundadeild. Síðan smellt á Tilkynningar hnapp.
Sleginn er inn texti tilkynningarinnar.
Ef hak er sett í Senda til allra deilda verður tilkynningin send á aðstandendur allra í skólanum. Annars fer hún bara á þá deild sem var valin í upphafi.
Smella á Skrá hnapp til að vista og senda tilkynninguna.
Í Skóli flipa í lágréttu valmyndinni er í lóðréttu valmyndinni vinstra megin nýr liður Tilkynningar (e. Announcements verður þýtt fljótlega), þar sem er hægt að sjá allar sendar tilkynningar, búa til nýja tilkynningu, breyta og eyða fyrri tilkynningum.
Ný tilkynning (New announcement) hnappur til að skrifa tilkynningu.
Til að breyta eða eyða tilkynningu er notað tannhjólið lengst til hægri í línu hverrar til kynningar.
Í Deild er hægt að bæta við eða breyta deildum og í Texti er átt við texta tilkynningarinnar. Smellt á Skrá til að vista breytinguna.