Umsóknir um dvöl

Modified on Wed, 17 Apr, 2024 at 11:09 AM

Umsóknir sem berast í kerfið birtast undir Nemendur - Umsóknir og fá sjálfgefið stöðuna Bíður afgreiðslu.


BREYTA:

Til að breyta umsókn er smellt á tannhjólið hægra megin í línunni við nafn barnsins og valið Breyta úr listanum.  Upplýsingum er breytt og síðan smellt á Skrá hnapp til að vista.


ATHUGIÐ: Það á ekki að samþykkja umsókn hér, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.  




AFGREIÐA:

Til að afgreiða umsókn er smellt á nafn barnsins í listanum og síðan er hún annað hvort samþykkt með Skóli: Afgreiða hnappi eða henni hafnað með Skóli: Hafna hnappi.



Þegar smellt er á Skóli: Afgreiða, breytist staða umsóknar í Afgreitt og umsóknin flyst í viðeigandi  lista.  Nemendafærsla er einnig stofnuð fyrir barnið og er aðgengileg í listanum Biðlisti.


Ef umsókn er hafnað breytist staða hennar og hún flyst yfir í Hafnað listann.


ATHUGIÐ: Þetta er eina rétta leiðin til að samþykkja umsókn þannig að til verði nemandaspjald og að tölvupóstur fari til aðstandenda.



Aðstandendur fá tölvupóst um að umsóknin hafi verið samþykkt.  


Hver skóli fyrir sig getur stillt hvort eigi að senda þennan póst eða ekki, sjá leiðbeiningar í hjálpinni í eftirfarandi hlekk: Virkja/slökkva á bréfi til aðstandenda. Þið ráðið hvaða texti er í tölvupóstinum.  Leiðbeiningar hér:  Texti í samþykktarbréfi


Ef þið eruð þegar með kveikt á aðgerðinni, en viljið gera breytingu á bréfinu þá veljið Skóli í lágréttu valmyndinni, smellið á Stillingar skóla hnapp og smellið á Stillingar umsókna flipa.


Í Skilaboð umsóknar er skrifað bréfið sem fer til aðstandenda og aðlagar hver skóli það fyrir sig.  


Í bréfinu eru þrjár breytur, sem eru auðkenndar með slaufusvigum.  Þegar kerfið býr til bréf eru sóttar upplýsingar úr umsókn barnsins og settar inn í stað breytanna.  Þær sækja nafn barns, nafn skólans og símanúmer og er það ykkar val hvort þetta sé notað.



Að lokum þarf að smella á Vista hnapp til að vista breytingarnar.

Was this article helpful?

That’s Great!

Thank you for your feedback

Sorry! We couldn't be helpful

Thank you for your feedback

Let us know how can we improve this article!

Select at least one of the reasons
CAPTCHA verification is required.

Feedback sent

We appreciate your effort and will try to fix the article