Í appinu er hægt að hafa marga notendur innskráða í appið á sama tíma á sama tækið.  Þetta er sérstaklega gagnlegt ef margir notendur nota sama tækið eða ef notandi er bæði starfsmaður og aðstandandi.


Þegar um er að ræða marga sem nota sama tækið er nauðsynlegt að setja PIN númer, öryggisins vegna, til að ekki sé hægt að fara inn á aðgang annarra.


Í innskráningu er notandi spurður hvort nota eigi PIN númer.  Ef svarið er Nei opnast appið eins og vanalega og notandi er ekki spurður aftur.

Í notendastillingum er alltaf hægt að setja PIN á aðganginn síðar.




Ef PIN spurningu er svarað játandi þarf að slá inn 4ra tölustafa númer.


Og síðan þarf að staðfesta númerið með því að slá það inn aftur.
Notandastillingar eru efst í hægra horninu.
Þegar síðan á að skipta um notanda á tækinu er smellt á notandastillingar efst í hægra horninu á aðalsíðu og valið Skipta um notandaaðgang.
Hér er yfirlit yfir alla aðganga á tækinu.

Það er hægt að bæta við eða taka út aðganga eftir þörfum.  

Einnig er hægt að fjarlægja PIN númerið eða bæta því við síðar.

Ef notandi gleymir PIN númerinu sínu er best að fjarlægja það og búa til nýtt.