Nokkuð er um að aðstandendur vilja ekki að myndir séu teknar af sínum börnum. Til að auðvelda starfsmönnum myndatökur, mun ekki vera hægt að merkja þau inn á myndir. Nöfnin þeirra verða í listanum, ásamt textanum "Ekki hægt að merkja nemanda á myndefni".
Svo að þetta virki allt rétt er nauðsynlegt að skólastjórnendur/deildarstjórar yfirfari stillingar hjá sínum nemendum og uppfæri miðað við óskir aðstandenda.
Best er að byrja á því að bæta dálkinum Myndataka leyfð við í listann yfir virka nemendur. Það er gert í tannhjólinu í rauðu stikunni, sbr. skjáskotið hér fyrir neðan. Nánari leiðbeiningar hér: Uppröðun lista
Ef breyta þarf stillingum er nemandaspjald viðkomandi opnað og smellt á Bráðaupplýsingar flipann og sett hak í Myndataka leyfð, ef aðstandendur hafa veitt leyfi. Að lokum er smellt á Uppfæra hnapp til að vista breytingarnar.