Dagbók nemanda er í lóðréttu valmyndinni á nemandasvæðinu.  Þar geta starfsmenn sett in upplýsingar um hagi barnsins, sem þarf að halda utan um.  Þetta geta verið upplýsingar sem skólastjórnandi vill hafa til hliðsjónar á foreldrafundi.  Eingöngu skólastjórnendur og deildarstjórar hafa aðgang í þessar skráningar.


Við þróun dagbókarinnar var SMT skólafærnin höfð til hliðsjónar.


Nemandi er valinn úr nemendalista og Dagbók valin.  Birtist þá listi yfir dagbókarfærslur.  Með tannhjólinu í rauðu stikunni er hægt að sníða listann að sínum þörfum, leiðbeiningar hér: Uppröðun lista


Skrá nýja færslu: Smella á hnappinn Ný dagbókarfærsla.

Breyta færslu:  Smella á færsluna í listanum.

Eyða færslu:     Smella á svarta tannhjólið hægra megin í færslunni og velja Eyða dagbókarfærslu.




Færsla verður að hafa Titil og texta í Meginmáli.  Önnur svæði eru valkvæð.  Smellt á Skrá til að vista.