Þegar nemandi hættir í skólanum er hann útskrifaður og við það flyst hann í Námi lokið listann.
Nýlega bættum við aðgerð við kerfið, sem skólastjórnendur geta kveikt á og stillt að þörfum, sem sendir út tölvupóst til aðstandenda nemenda. Tölvupósturin er hugsaður sem þakkarbréf við skólalok.
Til að kveikja á aðgerðinni og setja inn texta bréfsins er:
- Smellt á Stillingar skóla hnapp.
- Smellt á Tölvupóstur útskrifaðra.
- Sett hak í Senda tölvupóst til aðstandenda útskriftarnema.
- Text settur í reitinn Skilaboð til útskrifaðra.
- Smellt á Vista hnapp.
Ef þið viljið að heiti skóla, nafn og lokadagsetning nemenda komi fram í póstinum þarf að setja gildin fyrir þessum atriðum í slaufusviga, sbr. dæmið í skjáskotinu hér fyrir neðan.
Heiti skóla | {school_name} |
Nafn nemanda | {child_name} |
Lokadagsetning | {end_date} |
Nafn skólastjórnanda | {principal_name} |
Sjá skjáskotið hér fyrir neðan
Was this article helpful?
That’s Great!
Thank you for your feedback
Sorry! We couldn't be helpful
Thank you for your feedback
Feedback sent
We appreciate your effort and will try to fix the article