Barngildi eru samkvæmt staðli og eru uppfærð sjálfkrafa á hverju ári, miðað við þá árganga sem eru í leikskólum.
Bæði er hægt að uppfæra allan nemendalistann í einu eða einstaka nemanda.
Smellt er á Nemendur flipann og þar er hakað við alla nemendur með því að setja hak efst í dálkinn eða setja hak við þá sem á að breyta. Síðan er smellt á hnappinn Breyta barngildi.
Hér er möguleiki á að breyta barngildum fyrir hvern árgang fyrir sig og síðan smellt á Uppfæra hnapp til að vista.
Til að birta barngildi í nemendalista er smellt á tannhjólið í rauða borðanum og Barngildi dregið úr Laus lista yfir í Notað, sett á viðeigandi stað og smellt á Skrá til að vista.
Was this article helpful?
That’s Great!
Thank you for your feedback
Sorry! We couldn't be helpful
Thank you for your feedback
Feedback sent
We appreciate your effort and will try to fix the article