Efni á síðum getur verið margvíslegt, t.d. texti myndir, matseðill, o.s.frv. og er vefumsjónaraðila í sjálfs vald sett hvaða efni er inni á síðunum og hvernig síðurnar eru settar saman.
Áður en hægt er að setja inn efni á síðu þarf að setja inn á hana textareit.
Sem dæmi er hægt að setja matseðilsreit inn á síðu sem sýnir sjálfvirkt matseðil skólans í hverri viku og er t.d. hægt að setja matseðilsreit efst á síðuna og textareit fyrir neðan sem inniheldur nánari upplýsingar um matarstefnu skólans.
Einnig er hægt að setja inn lista yfir starfsmenn, ásamt mynd, sem sótt er sjálfkrafa úr vefkerfinu, en þá þarf að senda okkur hjá Karellen beiðni um aðstoð og tilgreina á hvaða síðu upplýsingarnar eiga að koma.
Þegar bæta þarf textareit á síðu er smellt á plúsinn, sbr. skjáskotið hér fyrir neðan. Birtist þá listi yfir þær tegundir efnis sem er hægt að setja inn á síðuna. Smellt er á viðeigandi atriði og það dregið yfir á réttan stað á síðunni. Þegar fjólublár rammi birtist er músarhnappi sleppt.
Svo þarf alltaf að muna eftir að vista breytinguna, ef diskettan birtist hægra megin við tannhjólið á sömu stiku og plúsinn.
Was this article helpful?
That’s Great!
Thank you for your feedback
Sorry! We couldn't be helpful
Thank you for your feedback
Feedback sent
We appreciate your effort and will try to fix the article