Þegar breyta á upplýsingum á síðu sem þegar er til er byrjað á því að opna vefumsjónarkerfið og smellt á hvítu blaðsíðuna, sbr. myndin hér fyrir ofan.  Þá opnast gluggi sem sýnir veftré heimasíðunnar og þar með allar síður vefsins. 


Ef breyta á heiti í valmynd (nafn síðunnar) er smellt á tannhjólið hægra megin við nafn hennar og valið Breyta úr listanum.  Þá kemur upp gluggi með stillingum síðunnar og titlinum breytt.  Það er líka góð regla að breyta URL bútnum til samræmis, en hann má ekki innihalda íslenska stafi og ekki stafabil.


Þarna er líka hægt að setja inn leitarorð og lýsingu á síðunni, ásamt því að velja hvort síðan er virk og/eða sjáanleg á vefnum.