Starfsmenn geta sett in myndir af nemendum.  Það er gert svona:


  1. Nemandi er valinn úr lista með því að smella á nafnið hans.
  2. Smellt á Myndir flipann.
  3. Smellt á hnappinn Bæta við mynd
  4. Í glugganum sem þá opnast eru myndaskrárnar annað hvort dregnar yfir í gluggann eða smellt á gluggann til að velja úr skráarsafni tölvunnar. 
  5. Nú opnast gluggi þar sem nánari upplýsingar eru gefnar um myndina.  Nafn nemandans merkist sjálfkrafa við myndina.  Hægt er að:
    1. Setja inn lýsingu, sem síðan birtist við myndina, t.d. í appinu hjá foreldrum.
    2. Merkja deild/-ir inn á myndina.
    3. Merkja fleiri nemendur inn á myndina með því að opna fellivalmynd við nafn nemanda.
    4. Merkja viðburð úr skóladagatali.
    5. Haka við ef myndin á að sjást á heimasíðu skólans.
  6. Smellt á Hlaða upp myndum hnapp til að vista.



ATHUGIÐ! Það er einnig auðveld leið til að hlaða myndum inn í kerfið úr appinu, annað hvort um leið og mynd er tekin eða hún sótt í skráarsafn snjalltækisins.