Karellen - kynning fyrir aðstandendur

Modified on Thu, 13 Jun at 2:10 PM

Karellen er rekstrar- og skráningarkerfi fyrir leikskóla og frístund.  Það er í eigu og á ábyrgð skólanna, en þróað og rekið af InfoMentor.


Helstu eiginleikar

  • Skráningar og utanumhald upplýsinga er varða starfsemi skólans, nemendur og starfsmenn.
  • Kerfið veitir aðstandendum nauðsynlegar upplýsingar er varða skólagöngu barnanna.
    • Mætingar-, máltíða- og svefnskráningar.
    • Myndefni tekið á skólatíma aðgengilegt.
    • Skilaboð milli aðstandenda og starfsmanna.
    • Tilkynningar sendar á aðstandendur nemenda á einstaka deildum eða allan skólann.
    • Samantekt á skóladegi nemenda á einum stað.


Aðstandendur geta nálgast Karellen bæði á vef og í appi.  Það er um að gera að skoða og prófa.  Langflestir skólar eru einnig með heimasíðu tengda Karellen, sem er opin öllum, án aðgangstakmarkana.



Aðgangur

Þegar aðstandandi hefur verið í kerfinu getur hann farið á innskráningarsíðu appsins eða vefkerfisins og virkjað aðganginn sinn.  

Annað hvort er valið Ég er ekki með notendaaðgang í appinu, sbr. skjáskotið hér til hliðar eða Activate account á my.karellen.is og leiðbeiningum fylgt.  

Sami aðgangur virkar á báðum stöðum og einnig ef aðstandandi á fleiri en eitt barn í leikskólum, sem nota Karellen.  Öll börn birtast þá á sama stað og aðstandandi getur skipt yfir á hin börnin sín á auðveldan hátt, án þess að þurfa að skrá sig inn aftur.

Hafi notandi gleymt lykilorðinu sínu er hægt að fá nýtt með því að smella á Gleymt lykilorð og fylgja síðan leiðbeiningum, bæði í appinu og vefkerfinu á slóðinni my.karellen.is.  


Einnig er hægt að skipta um lykilorð í notendastillingum vefkerfisins.

Ef notandi reynir að skrá sig inn of oft koma skilaboð þess efnis, sbr. rauði textinn fyrir neðan innskráningarhnappinn og þarf viðkomandi þá að bíða í 60 mínútur eftir að skrá sig inn eða hafa samband við þjónustuver.


Appið

Appið er til fyrir bæði Android og iOS snjalltæki og er aðgengilegt á Google Play Store og App Store.  Þegar búið er að setja það upp á tækið er nauðsynlegt að fara yfir stillingar þess og leyfa allar tilkynningar og boð (e. push notifications) ef allar aðgerðir eiga að virka eins og skyldi.  Appið er uppfært reglulega og þegar ný útgáfa er sett út fá notendur ein boð um að endurræsa appið og er nauðsynlegt að samþykkja það, til að allt virki rétt.  Einnig geta notendur alltaf sótt nýja útgáfu.


Appið er mjög notendavænt og inniheldur allar þær aðgerðir sem aðstandendur geta framkvæmt í kerfinu, nema að sækja bunka af myndum í einni aðgerð, en það er hægt að gera í vefkerfinu.  


  • Í táknmyndinni efst hægra megin er hægt að skipta um tungumál appsins og útskrá sig.  Til að notandi fái boð á snjalltækið þegar tilkynningar eða skilaboð berast þarf viðkomandi að vera innskráður í appið.

  • Skrá fjarveru:  aðstandendur geta tilkynnt fjarveru barns í einn eða fleiri daga.
  • Tilkynningar:  sem skólinn sendir út til aðstandenda nemenda í einstaka deildum eða alls skólans. Ólesnar tilkynningar birtast í rauðri bólu. 
  • Daglegar athafnir:  aðstandendur geta fylgst með framvindu dagsins hjá barninu sínu, t.d. verkefni sem verið er að vinna, myndefni, máltíðir og svefn.
  • Skilaboð til starfsfólks:  einkaskilaboð milli aðstandenda og starfsmanna þeirrar deildar sem barnið er á.  Ólesin skilaboð birtast í rauðri bólu.
  • Mæting, þ.s. aðstandendur geta flett upp og séð fyrri mætingarskráningu.
  • Myndir:  hafi barn verið merkt á mynd eða myndskeið birtast 15 nýjustu myndirnar hér. Heildaralbúm er aðgengilegt í vefkerfinu.
  • Dagatal:  sýnir viðburðadagatal skólans.
  • Matseðill:  sýnir matseðil vikunnar.  


Nánari upplýsingar um notkun appsins er að finna hér: App leiðbeiningar


Vefkerfið


Notendaviðmót aðstandenda er fyrirrennari appsins.  Þar eru allar sömu aðgerðir og í appinu, en auk þess er hægt að nálgast allt myndefni sem tilheyrir börnunum og hlaða því niður til eignar.


Efst hægra megin er nafn notanda, þ.s. er t.d. hægt að breyta tungumáli og lykilorði. 


Fyrir miðju er nafn barnsins, þ.s. hægt er að skipta á milli barna og þar fyrir neðan er upplýsingar um viðburði í skólanum, mætingu, skilaboð, matseðill og síðan myndaalbúm barnsins neðst.



Myndefni

Myndefni (bæði myndir og myndskeið) birtist eftir dagsetningum, nýjast efst.  Til að skoða eldri myndir er smellt á Sjá meira neðst.  Til að hlaða niður myndum er smellt á Sækja myndir hnapp.  Ef magn er mikið þarf að skipta þessu í nokkrar aðgerðir og er þá best að nota tímabil, t.d. 6 mánuði í einu.  Hámarksfjöldi er 500 myndir í einni aðgerð.




 


Was this article helpful?

That’s Great!

Thank you for your feedback

Sorry! We couldn't be helpful

Thank you for your feedback

Let us know how can we improve this article!

Select at least one of the reasons
CAPTCHA verification is required.

Feedback sent

We appreciate your effort and will try to fix the article