Til að sjá dvalarumsóknir er smellt á Nemendur flipann og Umsóknir í vinstri valmynd.


Ef þarf að breyta umsókn er smellt á tannhjólið hægra megin í viðeigandi umsókn og valið Breyta.


Þegar umsókn er afgreidd er smellt á nafn barns og notaðir hnapparnir Skóli: Afgreiða eða Skóli: Hafna.  Þegar smellt er á Skóli: Afgreiða, breytist staða umsóknar í Afgreitt og umsóknin flyst í sér lista.  Nemendafærsla er stofnuð fyrir barnið og er aðgengileg í listanum Biðlisti.Þegar umsókn hefur verið samþykkt fer sjálfkrafa út tilkynning til aðstandenda í tölvupósti.  Snið tilkynningarinnar er í Stillingar skóla hnappi undir Stillingar umsókna flipa.


Í Skilaboð umsóknar er skrifað bréfið sem fer til aðstandenda og aðlagar hver skóli það fyrir sig.  


Í bréfinu eru þrjár breytur, sem eru auðkenndar með slaufusvigum.  Þegar kerfið býr til bréf eru sóttar upplýsingar úr umsókn barnsins og settar inn í stað breytanna.  Þær sækja nafn barns, nafn skólans og símanúmer og er það ykkar val hvort þetta sé notað.