Umsóknir sem berast í kerfið birtast undir Nemendur - Umsóknir og fá sjálfgefið stöðuna Bíður afgreiðslu.


BREYTA:

Til að breyta umsókn er smellt á tannhjólið hægra megin í línunni við nafn barnsins og valið Breyta úr listanum.AFGREIÐA:

Til að afgreiða umsókn er smellt á nafn barnsins í listanum og síðan er hún annað hvort samþykkt með Afgreiða hnappi eða henni hafnað með Hafna hnappi.


Þegar umsókn hefur verið samþykkt flyst hún yfir í Afgreitt listann í umsóknum og aðstandendur fá tölvupóst um að umsóknin hafi verið samþykkt.  

Hver skóli fyrir sig getur stillt hvort eigi að senda þennan póst eða ekki (leiðbeiningar hér: https://leikskolinn.freshdesk.com/a/solutions/articles/9000216175) og einnig ráðið hvaða texti er í tölvupóstinum (leiðbeiningar hér:  https://leikskolinn.freshdesk.com/a/solutions/articles/9000215593).


Þegar umsókn hefur verið samþykkt býr kerfið til nemandaspjald fyrir barnið, með öllum upplýsingum úr umsókninni og fær barnið stöðuna Í bið.  Listi yfir alla nemendur á bið er að finna í Biðlisti listanum, sjá skjáskot.  

Til að gera barn að virkum nemanda er hakað við nafn nemandans, smellt á hnappinn Breyta stöðu og velja Nemandi úr fellilistanum.  Þetta er hægt að gera fyrir marga nemendur í einu með því að setja hak við þá nemendur sem á að virkja í námi.Sé umsókn hafnað flyst hún í Hafnað listann í umsóknum. Ekki er sendum tölvupóstur til aðstandenda.