Skólastjórnendur geta ákveðið að senda foreldrum tölvupóst bæði þegar umsókn berst inn í Karellen og eins þegar umsókn er staðfest og barn sett á biðlista.


Stillingar er að finna í hnappnum Stillingar skóla undir flipanum Stillingar umsókna.  Þar eru þrír reitir sem hægt er að setja texta í, sjá skjáskot hér fyrir neðan.


Lýsing á leikskóla:

Ef sett er lýsing í þennan reit birtist hún neðst í tölvupóstinum.


Tölvupóstur sendur til foreldra þegar umsókn er samþykkt:

Textinn í svæðinu er sendur í tölvupósti í netföngin sem tilgreind eru í umsókninni, þar sem þeim er tilkynnt að umsókn hafi verið samþykkt.


Ef hak er sett í Senda tölvupóst til aðstandenda þegar ný umsókn berst er send staðfesting á móttöku í netföngin sem eru tilgreind í umsókninni.  Einnig fylgir með afrit af umsókninni í viðhengi tölvupóstsins.

 

Tölvupóstur sendur til aðstandenda þegar umsókn berst:

Textinn í svæðinu er settur í tölvupóstinn til foreldra.


Það er hægt að sérsníða bréfin þannig að kerfið sæki upplýsingar úr umsókninni og setji inn í fyrirfram skilgreinda staði.  Þá er settur svokallaður staðgengill til að kerfið skilji hvaða upplýsingar eiga að koma í staðinn og er nauðsynlegt að setja slaufusviga utan um textann.  Dæmi um þetta eru í skjáskotinu hér að neðan, auðkennd með grænu undirstriki.


Mögulegir staðgenglar eru:


{student_name}
nafn nemanda
{student_ssn}kennitala nemanda
{kindergarten_name}nafn skóla
{kindergarten_tel}
símanúmer skóla
{employee_name}
nafn starfsmanns
{employee_email}
netfang starfsmanns
{application_id}númer umsóknar