Það er bæði hægt að vista myndir og myndskeið í appinu og vefkerfinu.  Stærðartakmörk eru á myndskeiðum er 100 MB eða 60 sekúndur að lengd.  Einnig er hægt að vista margar myndir og myndskeið í einni aðgerð. 

 




Eins og áður er byrjað á því að smella á Myndir hnapp á forsíðu appsins.


Ef á að hlaða upp mynd af snjalltæki eða taka mynd(ir) er smellt á Hlaða upp myndefni hnapp.


Í Skipta um deild getur starfsmaður skipt yfir í aðra deild hafi hann aðgang að mörgum deildum.







Til að skoða myndir sem þegar eru til í kerfinu, er smellt á hnapp viðkomandi nemanda.



















Í þessum glugga safnast saman þær myndir sem á að hlaða upp í aðgerðinni.


Annað hvort er valið að sækja myndir í skráarsafn snjalltækisins með vinstri hnappnum eða mynd er tekin með hægri hnappi, opnast þá myndavél tækisins.



























Taka mynd valið:


Þegar búið er að smella af er spurt hvort myndin sé í lagi?



1.  Til að taka aðra mynd, ef þessi er ekki í lagi.


2.  Til að vista mynd.




























Veldu úr skráarsafni valið:


Mismunandi er eftir tækjum hvernig myndefni er sýnt í skráarsafni, hér er dæmi um Android síma.


Glugginn sýnir myndir sem eru til staðar í tækinu og er mynd valin með því að smella á hana.


Ef sækja á myndskeið er smellt á lágréttu línurnar efst í vinstra horninu og valið Myndskeið til að fá lista yfir þau.





















Hér er t.d. búið að safna 2 myndum og einum myndbandi.  Síðustu 3 stafirnir í nafni skráar segir til um hvort um sé að ræða mynd (jpg) eða myndskeið (mp4).


Svo að er að smella á Næst hnapp.































Þá er að merkja nemendur á valið myndefni.


Gott að nota Leitar að barni reitinn til að finna nemanda í listanum ef starfsmaður hefur aðgang að mörgum nemendum.  Annars eru nemendur valdir úr listanum með því að smella í línuna við nafnið.


Smellt á Staðfesta.



























Nú er myndefni hlaðið upp og ef myndskeið eru í bunkanum er þeim umbreytt í rétt myndbandssnið.Að lokum kemur tilkynning um að aðgerð sé lokið.