Í Karellen er hægt að kalla fram viðveru nemenda.  Hægt er að kalla fram viðveru allra nemenda á virkum nemendalista, eftir deild eða hjá einstaka barni.


Viðvera allra nemenda á virkum nemendalista

  • Flipinn Nemendur valinn og Viðvera í vinstri valmynd.
  • Ýta á plúsinn í rauðu stikunni og opnast gluggi þar sem hægt er að sía gögnin miðað við tegund mætingar og tímabil.
  • Í Tegund er hægt að velja ákveðna tegund skráningar og/eða velja ákveðið tímabil með Færsla frá og Færsla til.
  • Þar er einnig hægt að prenta listann, með Prenta hnapp eða vista listann í skrá á tölvuna með Hlaða niður lista.




Viðvera fyrir deild


Er eins og fyrir alla nemendur nema þá er valin Deild, Nemendur og Viðvera í vinstri valmynd.  Síðan er möguleiki að sía gögn og vinna með þau á sama hátt og líst er hér að ofan.



Viðvera einstaks nemanda

Nafn barns er valið og Viðvera í vinstri valmynd.  Síðan er möguleiki að sía gögn og vinna með þau á sama hátt og líst er hér að ofan. 



Til að breyta röðun lista er smellt á nafn dálks:




ATH.  Í tannhjólinu vinstra megin í rauðu stikunni er hægt að velja hvaða gögn eiga að vera í viðeigandi lista og raða honum að vild.  Leiðbeiningar hér:  Röðun lista