Skólastjórnandi getur flutt umsókn nemanda úr sínum skóla yfir í annan Karellen leikskóla.

Fyrst þarf að finna umsóknina í Afgreitt lista umsókna og smellt á nafn eða kennitölu barnsins til að opna umsóknina.  Stöðu umsóknar er breytt með því að smella á hnappinn "nafn skólans: Færa aftur á bíður afgreiðslu".  Við þetta fær umsóknin stöðuna "Bíður afgreiðslu".


Næst er smellt er á tannhjólið hægra megin í línunni við nafn barnsins og valið Breyta úr listanum.  Þá opnast umsókn barnsins. 


Breyta þarf tegund umsóknar í Flutningur.


Neðst í skjalinu þarf að tilgreina hvaða skóla er flutt frá og til.  Og að lokum að smella á Skrá hnapp til að vista. 


ATHUGIÐ:

Ef barn hefur verið skráð handvirkt í núverandi skóla og engin umsókn til undir Afgreitt, þá þarf að búa hana til. 

Leiðin er þessi:

  1. Smellið á Nemendur.
  2. Veljið Umsóknir í vinstri valmyndinni.
  3. Smellið á Skrá umsókn hnappinn.
  4. Fyllið út formið með öllum þeim upplýsingum sem þið hafið.
  5. Staða umsóknar á að vera Bíður afgreiðslu.
  6. Tegund þarf að vera Flutningur.
  7. Smella á Skrá hnapp til að vista.