Í tannhjólinu í rauðu stikunni er að finna þau hugtök sem eru til staðar fyrir slysaskráninguna. Gott að kíkja í tannhjólið og athuga hvort öll hugtökin séu ekki örugglega undir "notað" svo mestu mögulegu upplýsingar skili sér og séu sýnilegar.


Slysaskráningin helst alltaf undir skóla og þó barn hætti þá er skráningin á sínum stað.  Ef að fletta þarf upp upplysingum um slys og barn sem er hætt þá er skráningin sem sagt alltaf undir slysskráningunni og hægt að leita af nafni barns í leitarglugga.


Skráning á slysi:undir tegund stendur, nemandi, starfsmaður, annar. Ef valið er nemandi, þá birtist nemendalistinn í flipanum fyrir neðan og nafn barnsins valið-sama gerist ef valið er starfsmaður. Ef ANNAR er valið, þá þarf að skrá sérstaklega nafn viðkomandi í reitinn fyrir neðan.  Viðkomandi starfsmaður sem skráir slysið -skráist alltaf sjálfkrafa á slysaskráninguna sem sá sem skráir/tilkynnir slysið.