Með fréttina opna er smellt á VAL hnapp.  Þá opnast skráarsafn vefsins.  


Ef myndin er þegar til í safninu er hún valin úr listanum með því að smella á hana og síðan smellt á NOTA VALIÐ hnapp.  Annars þarf að sækja myndina í skráarsafn tölvunnar með því að smella á SÆKJA SKRÁ (hér SENDA) hnapp, sjá skjáskot hér fyrir neðan.  Myndin birtist síðan sem smámynd við fréttina.


Einnig er hægt að setja inn myndir með í textasvæði fréttarinnar.  Þá þarf að setja bendilinn í textasvæðið og smella á myndatáknið á tækjastikunni til að opna skráarsafnið og er farið að eins og líst er hér að ofan.  Sjá skjáskotið hér fyrir neðan.



Við mælum með að skipuleggja skráarsafnið með því að búa til möppur og nota þær til að flokka myndir og annað efni vefsins.


ATHUGIÐ!

Það er góð regla að hafa skráarnöfn frekar stutt, þau innihaldi ekki sér íslenska stafi og ekki stafabil.  Hægt er að breyta skráarnafni með því að smella á það með hægri músarhnappi og velja Endurnefna.  Skránni gefið nýtt nafn og síðan smellt á Enter hnapp á lyklaborði.