Til að breyta stillingum vefsíðu er farið inn á vef skólans í Karellen viðmóti (valmynd með hnetti fyrir framan). Smellt er á takka sem lítur út eins og tómt skjal (einn af þremur tökkum vinstra megin fyrir ofan vefinn). Þá opnast veftré skólavefsins. Hægt er að breyta heiti á vefsíðum og þar með heitinu sem birtist í valmyndinni á vefnum. Einnig er hægt að setja inn leitarorð og lýsingu á síðunni.