Hægt er að búa til vefsíður í kerfinu án þess að þær birtist strax á heimasíðunni.  Þannig er hægt að setja upp síðuna og birta hana síðan þegar hún er tilbúin. 


Þetta er hægt að stilla um leið og síðan er búin til eða eftir á með því að smella á tannhjólið við nafn síðunnar, sbr. myndin hér fyrir neðan eða ef síðan er opin á skjánum er smellt á tannhjólið við hliðina á plúsnum.




























Í stillingum fyrir síðuna er hægt að velja hvort hún eigi að vera sjáanleg í valmynd og hvort hún eigi að vera virk. 


Ef hakið er tekið af Sýnilegt í valmynd birtist síðan ekki á heimasíðunni og þannig hægt að vinna með hana án þess að notendur verði þess varir.  


Einnig er hægt að taka hakið af Virkt og er þá síðan gerð óvirk.  


Í sumum tilfellum getur einnig verið þörf á að gera síðu virka, án þess að hún sé sýnileg, en það á við þegar vísað er í síðu innan úr annarri síðu.